Tuesday, July 05, 2005
Guðbergur byrjaður að blogga
JPV útgáfan hefur nú fengið flaggskip sitt Guðberg Bergsson til þess að hugsa upphátt á hverjum degi á vef sínum jpv.is. Guðbergur er vissulega ekki allra en pistlar hans eru þó mikill fengur fyrir okkur sem erum leið á pólitískum rétttrúnaði og fyrirséðum skrifum. Guðbergur er verulega hressandi þó maður sé ekki alltaf sammála honum frekar en öðrum. Hér er örstutt tóndæmi:
"Annað merkilegt í Reykjavík: Fiskbúðir hverfa. Fyrir bragðið virðist ekki bara rassinn stækka á borgarbúum heldu breytist lögun kinnanna. Upp hafa risið hrikaleg rassgöt. Til hefur orðið rasskinnastíll. Stílbrögð miðbæjarrassins eru ólík hlemmformi Austurbæjarrassins. Og eins og til er undirhaka á fólki, hafa sumir í úthverfunum komið sér upp hlaupkenndum undirrassi."
Pistlar Guðbergs.
Gangið á Guðs vegum.
JPV útgáfan hefur nú fengið flaggskip sitt Guðberg Bergsson til þess að hugsa upphátt á hverjum degi á vef sínum jpv.is. Guðbergur er vissulega ekki allra en pistlar hans eru þó mikill fengur fyrir okkur sem erum leið á pólitískum rétttrúnaði og fyrirséðum skrifum. Guðbergur er verulega hressandi þó maður sé ekki alltaf sammála honum frekar en öðrum. Hér er örstutt tóndæmi:
"Annað merkilegt í Reykjavík: Fiskbúðir hverfa. Fyrir bragðið virðist ekki bara rassinn stækka á borgarbúum heldu breytist lögun kinnanna. Upp hafa risið hrikaleg rassgöt. Til hefur orðið rasskinnastíll. Stílbrögð miðbæjarrassins eru ólík hlemmformi Austurbæjarrassins. Og eins og til er undirhaka á fólki, hafa sumir í úthverfunum komið sér upp hlaupkenndum undirrassi."
Pistlar Guðbergs.
Gangið á Guðs vegum.