<$BlogRSDURL$>

Tuesday, July 26, 2005

John Daly
Ég heyrði frábærar sögur af einum uppáhaldskylfingi okkar Trausta Salvars, John Daly, um daginn. Sögur frá opna breska. Daly er feikilega vinsæll og vekur mikla athygli á risamótunum. Á mótum sem opna breska eru kapparnir að mæta svona um 2 tímum áður en þeir eiga rástíma. Á opna breska, rennur Daly upp að klúbbhúsinu einn daginn, í gallanum og tekur settið úr bílnum ásamt kylfusveini sínum. Þaðan rölti hann rakleiðis á 1. teig, teygði aðeins úr sér og sló! Á blaðamannafundi var hann spurður hvort hann hefði fengið góðan fisk í bænum (á St. Andrews svæðinu). Nei ekki gat hann sagt það en hann hrósaði pizzunum mikið! Það er kannski ekki að ástæðulausu að bakið á ævisögu hans er með mynd af hamborgarastaffla.
Gangið á Guðs vegum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?