Tuesday, July 19, 2005
Orðrétt
"Líklega bera fá samtök nafn sitt betur en Hollvinasamtök Ríkisútvarpsins. Samtök þessi hafa heill stofnunarinnar Ríkisútvarpsins í fyrirrúmi. Velferð stofnunarinnar, kerfisins og báknsins er þeim mikið kappsmál. Hagmunir hlustenda, áhorfenda og greiðenda afnotagjalda skipta samtökin hins vegar engu máli. Ef Hollvinir Ríkisútvarpsins hefðu snefil af áhuga á hagsmunum hins almenna hlustanda myndu þau auðvitað berjast fyrir því að losa hann undan þeirri nauðung að greiða afnotagjöld til Ríkisútvarpsins. Það er ekki hlaupið að því að gera ríkisrekstur bæði lýðræðislegan og faglegan. Hins vegar mætti færa valdið til fólksins með því að gefa áskrift að RÚV frjálsa. Öllu meira verður lýðræðið ekki en að hver og einn taki ákvörðun um hvort hann hafi áhuga á dagskrá RÚV. Hinir faglegu starfsmenn RÚV geta svo eignast félagið og sýnt landslýð hvernig á að reka það svo faglega að allir vilji gerast áskrifendur."
-Vef-þjóðviljinn 19. júlí 2005.
"Líklega bera fá samtök nafn sitt betur en Hollvinasamtök Ríkisútvarpsins. Samtök þessi hafa heill stofnunarinnar Ríkisútvarpsins í fyrirrúmi. Velferð stofnunarinnar, kerfisins og báknsins er þeim mikið kappsmál. Hagmunir hlustenda, áhorfenda og greiðenda afnotagjalda skipta samtökin hins vegar engu máli. Ef Hollvinir Ríkisútvarpsins hefðu snefil af áhuga á hagsmunum hins almenna hlustanda myndu þau auðvitað berjast fyrir því að losa hann undan þeirri nauðung að greiða afnotagjöld til Ríkisútvarpsins. Það er ekki hlaupið að því að gera ríkisrekstur bæði lýðræðislegan og faglegan. Hins vegar mætti færa valdið til fólksins með því að gefa áskrift að RÚV frjálsa. Öllu meira verður lýðræðið ekki en að hver og einn taki ákvörðun um hvort hann hafi áhuga á dagskrá RÚV. Hinir faglegu starfsmenn RÚV geta svo eignast félagið og sýnt landslýð hvernig á að reka það svo faglega að allir vilji gerast áskrifendur."
-Vef-þjóðviljinn 19. júlí 2005.