<$BlogRSDURL$>

Sunday, August 14, 2005

Alice rocks you in the face!
Fór á tónleikana með Alice Cooper í gærkvöldi. Var svo sem ekkert á síðasta snúningi með miðakaup þar sem ég tryggði mér aðgang í byrjun apríl. Þarna var verulega skemmtileg samsetning af fólki. Allt frá Finni Jóhanns til Eyjólfs Kristjánssonar og allt þar á milli. Alice Cooper eða Vincent Fournier er með sprækari 57 ára mönnum sem ég hef séð. Hélt uppi hörku keyrslu allan tímann, nema rétt á meðan hann tróð sér í nýjan búning, en þeir voru nokkrir. Gamalkunn hjálpartæki voru á svæðinu eins og spennitryjan og fallöxin. Hjúkkan með sprautuna var hins vegar hvergi sjáanleg en hins vegar er dóttir Vincents í sýningunni. Hún er ballerína og sýndi skemmtileg tilþrif, sem voru eins konar kokteill af ballet, fimleikum og karate. Gömlu slagarnir, Schools Out, No more Mr. Nice guy, I´m Eighteen og Under my Wheels voru allir í prógramminu og Poison var uppklappslag. Varð því ekki fyrir vonbrigðum. Virkilega fínar tvíbökur.
Gangið á Guðs vegum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?