<$BlogRSDURL$>

Tuesday, August 02, 2005

Eignaskatturinn í síðasta sinn í bili
Alþingi er loksins búið að afnema eignaskattinn, þ.e.a.s fólk greiddi hann nú í síðasta sinn, á þessu kjörtímabili að minnsta kosti. Kominn tími til að afnema þennan skatt, sem er sérlega ógeðfelldur að mínu mati. Hefur bitnað að miklu leyti á eldri borgurum. Fyrir það fyrsta þá sé ég ekki sterk rök fyrir því að fólk greiði ríkisvaldinu fyrir eignir, auk þess sem fólk er gjarnan margbúið að greiða ríkisvaldinu hina og þessa skatta í tengslum við eignina. Engu að síður þá treysti enginn þingmaður vinstri flokkanna til þess að greiða þessu framfaramáli atkvæði sitt. Ekki einn. Líklega ekki nægilega nútímalegt.
Gangið á Guðs vegum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?