<$BlogRSDURL$>

Tuesday, August 30, 2005

ESB við sama heygarðshornið*
Stefna Evrópusambandsins virðast ekkert vera að færast til aukins lýðræðis. Valdsmenn í Brussel eru enn sannfærðir um að þeim beri að hafa vit fyrir íbúum aðildarríkjanna og best sé að auka á reglugerðafarganið með boðum og bönnum. Nýjasta dæmið og eitt hið óhugnalegasta er verndarvængur sem stjórnmálamennirnir hafa breitt út með velferð kvenna í afgreiðslustörfum í huga. ESB hefur nú áhyggjur af því hvernig sólin getur leikið konur sem sinna þjónustustörfum utandyra. ESB hefur ekki enn tekist að setja lög um sólina og því skulu eigendur bara, veitingastaða og kaffihúsa tæklaðir. Þeir sem reka útikaffihús, -bari og -veitingahús sjái til þess að kvenkyns starfsfólk sem þjónar úti við sé þannig klætt að ofanverður barmur þeirra sé vel hulinn. Vitanlega er konunum sjálfum ekki treystandi fyrir því að hugsa um líkama sinn og því er gott að vita af sósíaldemókratískum stjórnmálamönnum á vaktinni.
Gangið á Guðs vegum.

*Fyrir þá sem ekki vita hvaðan þetta orðatiltæki á uppruna sinn er bent á Magnús Pálma Örnólfsson umboðsmann Nasdaq vísitölunnar á Íslandi.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?