<$BlogRSDURL$>

Sunday, August 28, 2005

Mótmæli mótmælum mótmælenda
Yfirleitt er mér nokkuð sama þótt einhverjir apakettir príli upp á þak á stjórnarráðinu, fái sér banana og skipti um flagg á fánastönginni. En ég verð að mótmæla mótmælum mótmælendanna á föstudaginn síðastliðinn. Þá brá svo við að flaggað hafði verið í hálfa stöng á stjórnarráðinu í virðingarsskyni við fyrrverandi ráðuneytisstjóra sem jarðsunginn var þennan dag. Fáninn hafði verið hífður upp í heila stöng og fengið að standa þannig í 2 mínútur þegar fáninn var dreginn niður af mótmælendum og annar fáni settur í staðinn sem á stóð "ekkert helvítis álver". Þó þessi skilaboð eigi vissulega rétt á sér og séu frábærlega tímasett þá er ágætt að hafa gamalt máltæki á bak við eyrað þegar lagt er af stað í leiðangur sem þennan: "Aðgát skal höfð í nærveru sálar hvort sem hún hefur yfirgefið líkamann eða ekki".
Gangið á Guðs vegum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?