<$BlogRSDURL$>

Friday, September 09, 2005

EG ættin fær ráðuneyti
Það voru víst einhverjar breytingar á landsstjórninni í fyrradag. Dabbi dúskur er búinn að fá nóg og farinn að telja peninga. Ekki held ég að Seðlabankinn versni við það. Einar frændi orðinn sjávarútvegsráðherra. Málaflokkur sem hann þekkir út og inn og veit að hverju hann gengur. Hins vegar er þetta ekki embætti sem hjálpar mönnum að vinna vinsældarkosningar. En sem betur fer eru ekki allir stjórnmálamenn í vinsældakeppni. Já það er ekki að spyrja að EG-ættinni, búinn að troða sínum fulltrúa í ráðherrastól. Hvað gerir Dynastíið næst?
Gangið á Guðs vegum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?