<$BlogRSDURL$>

Monday, September 05, 2005

Munnmælasögur#29
Það þarf víst að fara að herða róðurinn í Munnmælasögunum. Ég er mikill áhugamaður um tilsvör Bó Halldórs og var að lesa eina splunkunýja hjá Dr. Gunna. Læt hana því flakka og bæti kannski við seinna best of sögum af Bo sem birtust í ævisögu hans Bo og co.

Við erum stödd á heimili Bó. Síminn hringir.
Bó: Já?
Ónefndur starfsmaður Saga film: Sæll. Þetta er XXX. Ég er að bóka í nýjan þátt Hemma Gunn, það var lagið. Okkur langar að bjóða þér í þáttinn.
Bó: Það var lagið... Hvað er það?
XXX: Svona skemmtiþáttur þar sem gestir leika á alls oddi og syngja og svara léttum spurningum.
Bó: Nú já. Hvað fæ ég borgað?
XXX (hikandi): Eh, hérna...
Bó: Tuttugu þúsund og málið er dautt!
XXX: Eh nei, við erum nú ekkert að borga fyrir þetta.
Bó: Er það ekki nei? Hvað færð þú borgað fyrir að hringja í mig?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?