Monday, October 17, 2005
Albatros í Bolungarvík
Maður er nefndur Gunnar Már Elíason og er ótrúlegur. Hann er meðal annars ótrúlegur þegar kemur að golfíþróttinni. Gunnar fór holu í höggi á Syðridalsvelli í dag. Ekki nóg með það heldur gerði hann það á 4. holu sem er par 4. Hann lék holuna því á þremur undir pari og fékk því albatros. Albatros er vægast sagt sjaldgæfur í golfinu og líklegast gerist það um einu sinni á ári á Íslandi. Orðið albatros hefur ekki verið notað í Bolungarvík síðan um miðjan 9. áratuginn þegar Jón Steinar frá Seljanesi var upp á sitt besta í flugsundinu og var þá iðulega líkt við Michael Gross. Elvar Þórólfs á golfvef Moggans er glettilega vakandi fyrir fréttum úr Víkinni eins og sjá má hér. Blogg fólksins óskar Gunnari frænda mínum til hamingju.
Gangið á Guðs vegum.
Maður er nefndur Gunnar Már Elíason og er ótrúlegur. Hann er meðal annars ótrúlegur þegar kemur að golfíþróttinni. Gunnar fór holu í höggi á Syðridalsvelli í dag. Ekki nóg með það heldur gerði hann það á 4. holu sem er par 4. Hann lék holuna því á þremur undir pari og fékk því albatros. Albatros er vægast sagt sjaldgæfur í golfinu og líklegast gerist það um einu sinni á ári á Íslandi. Orðið albatros hefur ekki verið notað í Bolungarvík síðan um miðjan 9. áratuginn þegar Jón Steinar frá Seljanesi var upp á sitt besta í flugsundinu og var þá iðulega líkt við Michael Gross. Elvar Þórólfs á golfvef Moggans er glettilega vakandi fyrir fréttum úr Víkinni eins og sjá má hér. Blogg fólksins óskar Gunnari frænda mínum til hamingju.
Gangið á Guðs vegum.