<$BlogRSDURL$>

Sunday, October 23, 2005

Er síðuhaldari skrifta hjá Spaugstofunni?
Lesendur Bloggs fólksins kunna að spyrja sig þessarar sperningar eftir spaugstofuþátt laugardagsins, þar sem fjallað var um flóðin á Hornafirði undir heitinu Feneyjar norðursins. En það var einmitt nafn og umfjöllunarefni færslu á þessari síðu síðastliðinn mánudag, sem fjallaði um sama efni. Getur verið að spaugarastofan hafi fengið glensið að láni frá síðuhaldara og gleymt að spyrja um leyfi? Nú hugsa kannski margir að síðuhaldari sé farinn að taka helst til stórt upp í sig, en ég vil minna á að Pálmi frændi minn Gestsson commentaði hér á þessari síðu fyrir um ári síðan. Sá möguleiki er því fyrir hendi að hann hafi rambað hér inn í þessari viku og fengið andagift. Hvað veit maður? Lesendahópur síðunnar og áhorfendahópur Spaugstofunnar er líklega á svipuðu róli, hvort sem er. En ég skal alveg játa að á laugardaginn, rýndi ég í fyrsta sinn, sérstaklega í þakkarlistann eftir þátt Spaugstofumanna, síðan að Trausti frændi minn var þar aðalmaðurinn bak við tjöldin. Hjalti III benti mér reyndar á að hugsanlegt væri að Spéstofumenn hefðu fengið spéið sent í tölvupósti frá Jónínu Ben. Hvað veit maður?
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?