<$BlogRSDURL$>

Thursday, October 06, 2005

Ég í fimm stjörnu fans
Árni Matthíason tónlistarskríbent Moggans til margra ára gagnrýndi Plötu ársins með hljómsveitinni Ég síðastliðinn laugardag. Fyrirsögnin var hreinræktuð snilld og gaf hann plötunni fimm stjörnur af fimm mögulegum. Áður birtist neikvæður dómur í DV, en hann var svo stuttur að ekki var pláss fyrir rökstuðning! Fréttablaðið var með ágætan dóm, en neikvæðu punktarnir snérust um fjölda laga og of mikið léttvægi. Þið sem ekki eruð búin að kaupa plötuna: Rífið ykkur upp af rassgatinu og náið ykkur í eintak. Platan fæst hjá Kristjáni Frey í Mál og Menningu Laugavegi. Ef þið eruð úti á landi þá er hann örugglega til í að senda í pósti.
Gangið á Guðs vegum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?