<$BlogRSDURL$>

Saturday, October 08, 2005

Munnmælasögur#31
Maður er nefndur Hjalti Þór Vignisson og er ráðamaður á Hornafirði. Fyrir nokkrum árum ákváðu nemar í Stjórnmálafræði og Hagfræði að taka frá einn föstudag á ári og reyna með sér í ýmsum greinum og sigurvegari fengi verðlaunagripinn Hólmsteininn. Eitt sinn var ég í ræðuliði stjórnmálafræðinema á þessum degi og var þar sómi deildarinnar, sverð hennar og skjöldur. Fékk flest stig í síðari umferð en Eyrún í Kastljósinu, þáverandi Hagfræðinemi, var ræðumaður kvöldsins. Í vikunni áður en keppt var um Hólmsteininn hitti ég Hjalta á göngum Odda en hann var þá aðstoðarmaður Baldurs Þórhalls. Ég tjáði honum að ég myndi keppa í ræðukeppni. Hann spurði í hvaða fleiri greinum yrði keppt, og ég svaraði því til að einnig yrði keppt í bjórdrykkju og í sjómanni. Hjalti svaraði að bragði: "Núúú þetta verður bara þríþraut hjá þér!"

This page is powered by Blogger. Isn't yours?