<$BlogRSDURL$>

Monday, October 31, 2005

Munnmælasögur#32
Saga númer 32 átti sér stað í Bolungarvík um miðjan tíunda áratuginn. Eitt sinn bar svo til að fyrirtæki föðurs míns JFE átti vörur hjá vöruflutningafyrirtæki Ármanns Leifssonar. Var yngsti sonur Jóns Friðgeirs sendur á staðinn á Nissan Micra til þess að sækja varninginn sem var á bretti inni í horni í rúmgóðri vöruskemmunni. Ármann bað hann um að bakka inn að brettinu sem strákur og gerði. Vandaði hann sig nokkuð við að bakka, enda hefði því líklega verið illa tekið ef hann hefði keyrt utan í einhverjar vörur. Ármanni fannst þetta eitthvað taka of langan tíma og sparaði ekki glósurnar. Sagði hann meðal annars þannig að starfsmenn og aðrir viðskiptavinir heyrðu glögglega: "Ja, ekki myndi ég vilja hafa þig í vinnu sem bílstjóra". Stráksi var nú ekki sérstaklega viðkvæmur fyrir því að skotið væri á aksturshæfileika hans en gat þó sjaldnast stillt sig um að svara fyrir sig ef honum þótti að sér vegið með einhverjum hætti. Missti hann því út úr sér við þetta tilefni: "Þér hefur svo sem aldrei staðið það til boða".

This page is powered by Blogger. Isn't yours?