<$BlogRSDURL$>

Friday, October 21, 2005

Nýr Móði?
Gunnlaugur Jónsson eða Guspy Johnson er genginn í vesturbæjarstórveldið og er það vel. Hans bíður það hlutverk að fylla skarð Þormóðs nokkurs Egilssonar en síðan hann hætti hefur KR-liðið verið eins og höfuðlaus her. Móði hafði kannski ekki mestu tæknina, smurði sig kannski ekki með brúnkukremi og sást kannski ekki mikið á næturlífinu, en hann var engu að síður jafn besti maður liðsins tímabil eftir tímabil. Gulli hefur marga svipað eiginleika, leiðtogahæfileika, leikskilning og ósérhlífni. Þetta gætu orðið bestu kaup KR í áraraðir.
Gangið á Guðs vegum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?