Tuesday, October 18, 2005
Orðrétt
Markús Magnússon, netagerðarmeistari, hefur safnað munnvatni í á fjórða mánuð gagngert til að skyrpa því framan í bandaríska leikarann Brad Pitt. "Mér fannst bara hræðilegt hvernig hann fór með hana Jenniferi", sagði Markús í samtali við Baggalút. "Fín stelpa hún Jennifer. Vesturíslensk - vissirðu það? Ættuð úr Flóanum, eins og ég. Langalangafi hennar var Ísleifur kjaftur, sjómaður á Stangarhóli í Flóa. Helvíti fín stelpa. Svo kemur einhver drullusokkur og fer svona með hana Jenniferi, einhver svona... persónuleikalaus súkkulaðistrákur. Með sína upphandleggi... það vita það ekki margir, en hann er vampíra strákurinn. Ég sá það í sjónvarpinu".Markús heldur vestur um haf í fyrramálið þar sem hann hyggst láta til skarar skríða gegn leikaranum kunna: "Svo ætla ég að koma mér fyrir á góðum stað þarna vestur í Ameríku, sitja fyrir kvikindinu og látu slummuna vaða í smettið á honum - við skulum sjá til hvað hann verður sætur í framan þá djöfulsins auminginn".
-Baggalútur þann 17. október 2005.
Markús Magnússon, netagerðarmeistari, hefur safnað munnvatni í á fjórða mánuð gagngert til að skyrpa því framan í bandaríska leikarann Brad Pitt. "Mér fannst bara hræðilegt hvernig hann fór með hana Jenniferi", sagði Markús í samtali við Baggalút. "Fín stelpa hún Jennifer. Vesturíslensk - vissirðu það? Ættuð úr Flóanum, eins og ég. Langalangafi hennar var Ísleifur kjaftur, sjómaður á Stangarhóli í Flóa. Helvíti fín stelpa. Svo kemur einhver drullusokkur og fer svona með hana Jenniferi, einhver svona... persónuleikalaus súkkulaðistrákur. Með sína upphandleggi... það vita það ekki margir, en hann er vampíra strákurinn. Ég sá það í sjónvarpinu".Markús heldur vestur um haf í fyrramálið þar sem hann hyggst láta til skarar skríða gegn leikaranum kunna: "Svo ætla ég að koma mér fyrir á góðum stað þarna vestur í Ameríku, sitja fyrir kvikindinu og látu slummuna vaða í smettið á honum - við skulum sjá til hvað hann verður sætur í framan þá djöfulsins auminginn".
-Baggalútur þann 17. október 2005.