<$BlogRSDURL$>

Wednesday, October 19, 2005

Orðrétt
"Vinstri mönnum ætlar seint að skiljast hvaða áhrif skattahækkanir hafa. Þeir tala eins og skattahækkanir séu bara ekkert mál og hafi engin áhrif nema þau að auka tekjur ríkissjóðs eða borgarsjóðs eftir því hvar menn eru staddir þá stundina. Skattahækkanir eru kannski léttvæg aðgerð fyrir einhverja stjórnmálamenn en þær eru það ekki fyrir almenning. En þótt sumir stjórnmálamenn geti hækkað skatta eins og að drekka vatn er ekki þar með sagt að áhrifin verði þau sem til er ætlast. Það er auðvitað rétt sem formaður Sjálfstæðisflokksins bendir á að það hefði áhrif á sparnað í landinu ef skattur á sparnað yrði hækkaður. Helsta ástæðan fyrir því að hér var lengi lítill sparnaður er að ríkið skattlagði hann óhóflega, bæði með beinni skattlagningu og svo því árlega verðfalli ríkisgjaldmiðilsins sem nefnt er verðbólga á ársgrundvelli. Aukinn skattlagning sparnaðar hefði þau áhrif að menn eyddu fjármunum sínum til að mynda fremur í „innfluttan lúxus“ - svo vitnað sé í annan ráðagóðan formann Samfylkingarinnar - en sparnað. Skatturinn myndi ýta mönnum í annan farveg með peningana sína. Samfylking ætlar að vísu að setja upp flókið kerfi með persónuafslætti svo að þeir sem minnst spara þurfi ekki að greiða hærri fjármagnstekjuskatt. Það er sumsé ekki nóg með að skattleggja eigi sparnað heldur verður lítill sparnaður verðlaunaður sérstaklega og búið til flókið kerfi utan um allt saman. Þeirri spurningu er svo ósvarað hvaða áhrif hærri fjármagnstekjuskattur hefði til að mynda á leigumarkaðinn. Ef leigusali þarf að greiða hærri fjármagnstekjuskatt af leigutekjum liggur beint við að leiga hækki. Samfylkingin hefur auglýst sig sérstaklega sem málsvara leigjenda en það er ekki víst að leigjendur kæri sig um liðveislu af þessu tagi."
-Vefþjóðviljinn þann 14. október 2005.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?