<$BlogRSDURL$>

Tuesday, November 29, 2005

Þjóðmál
Mér finnst rétt að vekja athygli á tímaritinu Þjóðmál sem hafið hefur göngu sína. Ritstjóri þess er Jakob F. Ásgeirsson sem einmitt á ættir að rekja í Víkina, en faðir hans Ásgeir Jakobsson ritaði ævisögu Einars afa. Fyrsta blaðið kom út um daginn en stefnt er að því að það komi út fjórum sinnum á ári eða á þriggja mánaða fresti lauslega reiknað. Eftir að hafa lesið fyrsta blaðið þá mæli ég hiklaust með því að þenkjandi fólk kíki á þetta. Mikið af fínum greinum um pólitík fyrir þá sem hafa áhuga á slíku. Um þessar mundir er verið að safna áskrifendum, bæði hjá útgáfufélaginu Ugla og á www.andriki.is.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?