<$BlogRSDURL$>

Monday, November 21, 2005

Munnmælasögur#34
Körfuknattleiksmaðurinn Jeb Ivey sem leikur nú með Njarðvík kom til Íslands til þess að leika með KFÍ fyrir um þremur árum síðan. Lék hann hálft tímabil með KFÍ en hvarf á braut um áramót vegna dularfullra veikinda. Ivey hafði staðið sig feykilega vel en árangur liðsins stóð þó ekki undir væntingum. Töldu margir að meint veikindi væru einungis afsökun fyrir því að flýja af hólmi. Fengu þær raddir byr undir báða vængi þegar hann gekk til liðs við Fjölni sumarið eftir, þá fullfrískur. Þegar beiðni hans kom upp á Ísafirði um árið var hann leystur undan samningi, en hins vegar fundaði KFÍ stjórnin um það hvort greiða bæri fjargjaldið undir hann heim til Bandaríkjanna. Okkar maður Halldór Magnússon sat þá í stjórn KFÍ og fannst heldur lítið til veikinda Ivey koma. Stjórnarmenn funduðu íbyggnir um það hvernig bæri að standa að brottför Ivey þannig að honum væri réttmætur sómi sýndur. Voru flestir þeirra á því að veikindin væru til staðar og greiða ætti fyrir hann flugfar heim. Halldór stakk hins vegar upp á tjöru og fiðri.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?