Monday, November 28, 2005
Munnmælasögur#35
Jón Smári Jónsson vinur minn frá Ísafirði hefur afskaplega takmarkað umburðarlyndi gagnvart grænmetisætum. Hefur hann margoft bent á að tennur séu til þess að tyggja kjöt. Jón tarfur er nú formaður í nemendafélagi við Háskóla Eyjafjarðar þar sem hann stúderar Ödipusarduld. Um daginn var svokallað Galakvöld hjá háskólanemum en þegar búið var að bera kræsingar á borð gaf ein skjátan sig á tal við hann og spurði hvort ekki væri gert ráð fyrir grænmetisætum í matnum. Jón svaraði því játandi og sagðist örugglega hafa séð eitthvað salat og svoleiðis meðlæti á borðum. Spurði skjáta þá hvort ekki væri eitthvað annað og meira til eins og sojakjöt eða þess háttar. Jón muldraði eitthvað í hálfum hljóðum og hreytti svo í hana þannig að drundi í Hlíðarfjalli: "Ég skal athuga hvort ég finni ekki Kínakálshaus einhversstaðar í ísskápnum!"
Jón Smári Jónsson vinur minn frá Ísafirði hefur afskaplega takmarkað umburðarlyndi gagnvart grænmetisætum. Hefur hann margoft bent á að tennur séu til þess að tyggja kjöt. Jón tarfur er nú formaður í nemendafélagi við Háskóla Eyjafjarðar þar sem hann stúderar Ödipusarduld. Um daginn var svokallað Galakvöld hjá háskólanemum en þegar búið var að bera kræsingar á borð gaf ein skjátan sig á tal við hann og spurði hvort ekki væri gert ráð fyrir grænmetisætum í matnum. Jón svaraði því játandi og sagðist örugglega hafa séð eitthvað salat og svoleiðis meðlæti á borðum. Spurði skjáta þá hvort ekki væri eitthvað annað og meira til eins og sojakjöt eða þess háttar. Jón muldraði eitthvað í hálfum hljóðum og hreytti svo í hana þannig að drundi í Hlíðarfjalli: "Ég skal athuga hvort ég finni ekki Kínakálshaus einhversstaðar í ísskápnum!"