<$BlogRSDURL$>

Thursday, November 03, 2005

Nýr tónn?
Undanfarið hef ég heyrt ýmsa spá tímaritinu Sirkus skammlífi. Ég hef lítið lesið þetta blað og er ekki dómbær á hversu öflugt það er. En þó gluggaði ég í það um daginn á Quiznos og hrasaði þar um grein þar sem kvað við nýjan tón í feminískri umræðu á Íslandi. Þar var viðtal við unga konu sem var fáklædd á myndunum og sagðist vera hnakkamella (fyrir gamla lesendur eins og mig væri ekki verra ef orðabók eða skýringar fylgdu viðölum sem þessum). Viðtalið var satt að segja frekar hressandi innlegg í blaðaflóruna enda hafði þessi stelpa skoðanir á öllu milli himins og jarðar. Sparaði hún ekki yfirlýsingarnar um menn og málefni og velti í leiðinni upp mjög aðkallandi sperningu: "hvaða stelpa vill ekki vera eins og París Hilton?" Jafnframt fékk R-listinn pillu frá henni þar sem hún kom með nýyrði yfir holræsagjaldið fræga sem hún kallaði "kúkaskatt". Hún var ekki mjög upptekinn af því að tugir þúsunda kynsystra hennar hefðu þrammað ofan í bæ í hörkugaddi með slagorðum og bráttusöng. En hún lýsti hins vegar áhyggjum sínum af því að Hverfisbarinn væri að breytast í algert barnaheimili eins og hún orðaði það.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?