<$BlogRSDURL$>

Monday, November 07, 2005

Orðrétt
"Sjálfstæðisflokkurinn hélt síðast prófkjör vegna borgarstjórnarkosninga fyrir átta árum. Eftir prófkjörið, hinn 28. október 1997, skrifaði Vefþjóðviljinn svo:
Eins og við mátti búast bættust nokkur hundruð nýir félagar við félagatal Sjálfstæðisflokksins í prófkjörinu um helgina. Alltaf er eitthvað um óvæntan liðsauka. Að þessu sinni vakti nýskráning Hrafns Jökulssonar, varaþingmanns af Suðurlandi, mesta athygli. En Hrafn sagði sig úr Alþýðuflokknum fyrr á þessu ári.

Það er svo nokkuð skemmtilegt að nú, átta árum síðar, var það nýskráning Illuga Jökulssonar, bróður Hrafns, sem mesta athygli vakti. Hljóta pólitísk sinnaskipti Illuga að vekja nokkra athygli, enda þarf ekki að efast um að það hljóta að vera breyttar skoðanir sem ráða ferð hans enda Illugi annálaður prinsippmaður sem ekki sækir um inngöngu né reynir að hafa áhrif á frambjóðendaval annarra flokka en hann styður."
- Vef-þjóðviljinn þann 7. nóvember 2005 á www.andriki.is.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?