Tuesday, December 06, 2005
Dagur/Fréttablaðið
Já borgarbúum hefur borist himnasending. Maðurinn í þröngu skyrtunum, Dagur B. Eggertsson, "íhugar alvarlega" að bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í vor. Eins og gefur að skilja hefur Fréttablaðið verið feykilega spennt yfir þessum tíðindum, enda hefur samband blaðsins við borgarfulltrúann verið ástarsambandi líkast á kjörtímabilinu. "Dagur verður borgarstjóri" fullyrti blaðið sælla minninga um tveimur dögum áður en Steinunn Valdadís varð borgarstjóri. Og nú gerði blaðið sérstaka úttekt á manninum um daginn, en miðað við þá lofræðu þá er síðuhaldari hér kannski á hálum ís með að kalla Dag mannlegann. En það skiptir mig svo sem engu máli hvort Dagur fari í framboð eða ekki, eða hvort Fréttablaðið dýrki hann eða ekki. Það er hins vegar stórkostleg móðgun við lesendur blaðsins þegar í úttektinni er talað um að doðrantarnir þrír sem Dagur skrifaði um Steingrím Hermannsson séu "grundvallarrit í stjórnmálasögu 20. aldarinnar"!!!!! Hvernig er mögulega hægt að komast að slíkri niðurstöðu, að því gefnu að einhver annar en Gummi Steingríms hafi skrifað þetta?
Passið ykkur á myrkrinu.
Já borgarbúum hefur borist himnasending. Maðurinn í þröngu skyrtunum, Dagur B. Eggertsson, "íhugar alvarlega" að bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í vor. Eins og gefur að skilja hefur Fréttablaðið verið feykilega spennt yfir þessum tíðindum, enda hefur samband blaðsins við borgarfulltrúann verið ástarsambandi líkast á kjörtímabilinu. "Dagur verður borgarstjóri" fullyrti blaðið sælla minninga um tveimur dögum áður en Steinunn Valdadís varð borgarstjóri. Og nú gerði blaðið sérstaka úttekt á manninum um daginn, en miðað við þá lofræðu þá er síðuhaldari hér kannski á hálum ís með að kalla Dag mannlegann. En það skiptir mig svo sem engu máli hvort Dagur fari í framboð eða ekki, eða hvort Fréttablaðið dýrki hann eða ekki. Það er hins vegar stórkostleg móðgun við lesendur blaðsins þegar í úttektinni er talað um að doðrantarnir þrír sem Dagur skrifaði um Steingrím Hermannsson séu "grundvallarrit í stjórnmálasögu 20. aldarinnar"!!!!! Hvernig er mögulega hægt að komast að slíkri niðurstöðu, að því gefnu að einhver annar en Gummi Steingríms hafi skrifað þetta?
Passið ykkur á myrkrinu.