<$BlogRSDURL$>

Monday, December 26, 2005

Gleðilega jólarest
Blogg fólksins óskar lesendum sínum gleðilegrar jólarestar. Síðuhaldari hefur hvílt lúin bein í Villta Vestrinu yfir hátíðarnar. Hitti mikið af skemmtilegu fólki sem ég hef ekki séð lengi á Langa Manga á Þorláksmessu; Pétur Magg, Kristinn Hermanns, Mugga, Mugison, Rúnar Óla, Siggu Láka, Bigga Olgeirs, Gylfa Ólafs, Palla Ernis og einhverja fleiri. Þetta kaffihús var einhvers konar stoppistöð á Þorláksmessurápinu. Á Jóladag tók ég daginn snemma og horfði á Harry Potter á RÚV. Hef ekki horft á þann galdraóða unga mann áður. En þar sem í myndinni voru fljúgandi strákústar og fljúgandi bílar, þá lét ég mér hvergi bregða þó fljúgandi þakplötur væru fyrir utan gluggann. Nú er ég að spá í að fara í Hnífsdal og fá mér snúning. Á næstunni tekur svo við lestur á helvítinu honum Maó sem ég fékk í jólagjöf.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?