Thursday, December 15, 2005
Gott látið af sér leiða
Fór í Kringluna eftir vinnu í gær. Keypti leikfang og setti undir jólatréið í Kringlunni, en hjálparstofnanir úthluta gjöfunum til íslenskra barna. Þetta er sniðuglega framkvæmt, nokkuð markvisst. Mér leið líka vel eftir að hafa látið gott af mér leiða. Leið líka vel þegar ég keypti happdrættismiða af manni í hjólastól um daginn. Sem leiðir mann að heimspeki ítalsk ættaða Bandaríkjamannsins, Jósephs Tribbianis, sem vildi meina að sjálselska væri drifkraftur góðverka.
Passið ykkur á myrkrinu.
Fór í Kringluna eftir vinnu í gær. Keypti leikfang og setti undir jólatréið í Kringlunni, en hjálparstofnanir úthluta gjöfunum til íslenskra barna. Þetta er sniðuglega framkvæmt, nokkuð markvisst. Mér leið líka vel eftir að hafa látið gott af mér leiða. Leið líka vel þegar ég keypti happdrættismiða af manni í hjólastól um daginn. Sem leiðir mann að heimspeki ítalsk ættaða Bandaríkjamannsins, Jósephs Tribbianis, sem vildi meina að sjálselska væri drifkraftur góðverka.
Passið ykkur á myrkrinu.