<$BlogRSDURL$>

Wednesday, December 07, 2005

Hvað skipti máli varðandi Titanic-slysið?
Ég sá frétt á vísindavef mbl.is í gær þar sem vísindamenn höfðu verið að velta sér upp úr því að Titanic hafi hugsanlega sokkið hraðar í jómfrúarferðinni 1912 en hingað til hefur verið haldið fram. Þessu nenna vísindamenn að pæla í. Það má velta því fyrir sér með hvaða spurningar vakna hjá fræðimönnum þegar þeir heyra minnst á slysið eftir því í hvaða grein þeir eru. Kíkjum á dæmi:

Verkfræðingar: Hvernig sökk skipið?
Hagfræðingar: Hafði þetta áhrif á siglingar milli heimshluta?
Sálfræðingar: Átti skipstjórinn við andleg vandamál að stríða?
Sagnfræðingar: Fundust einhverjar servéttur þar sem einhver hefur krotað sínar hinstu hugsanir?
Viðskiptafræðingar: Voru þeir tryggðir fyrir þessu?
Lögfræðingar: Hvern kærir maður í tilfellum sem þessum?
Félagsfræðingar: Björguðust einhverjar flauelsbuxur?
Stjórnmálafræðingar: Björguðust einhverjar veigar af barnum?

Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?