<$BlogRSDURL$>

Sunday, December 04, 2005

Kristinn setur höfuðið undir naglann
Kristinn Hermanns vinur minn virðist hafa verið afskaplega spámannlega vaxinn þegar hann skrifaði um stóra Ólínumálið í MÍ á bloggið sitt í apríl síðastliðnum. Best að rifja upp hluta greinarinnar:

"Mér finnst stóra menntaskólamálið mikið áhyggjuefni en það bendir allt til þess að það sé rétt að byrja. A.m.k. bendir ekkert til þess að lausn sé í sjónmáli. Það eru allir búnir að vera voða passífir og hafa vonað að þetta myndi ganga yfir en annað á eftir að koma á daginn. Næsta stig í málinu er að það verða allir dregnir ofan í skotgrafir og síðan á málið eftir að festast í farinu og verða þar árum saman. Ef einhver von á að vera til þess að svo fari ekki og málið verði leyst, verða menn að halda haukfráum fókus á að lausnin er stjórnunarlegt viðfangsefni enda varð vandinn til innan MÍ en ekki í DV. Vona bara að fólk fari ekki hlaupa upp til handa og fót og kenna þeim um."

Jamm nokkuð merkilegt miðað við það sem gengið hefur á en þegar þetta var ritað voru átökin rétt að byrja. Að ofagreindu má sjá að mikill fengur væri í því fyrir okkur almúgann ef Kristinn myndi leyfa okkar að fá nasasjón af framtíðinni næst þegar hann lítur í kristalskúluna sína. Blogg fólksins skorar hér með á hann að senda síðuhaldara völvuspá 2006 í tölvupósti.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?