<$BlogRSDURL$>

Monday, December 19, 2005

Munnmælasögur#37
Maður er nefndur Eiríkur Ingi Lárusson og er einkaklippari síðuhaldara. Eiríkur er störfum hlaðinn verktaki og hefur stundum farið út í heim að slaka á eftir erfiðar vinnutarnir. Hafa þá gjarnan rólegir staðir eins og Las Vegas orðið fyrir valinu. Í einni Vegasferðinni rekst Eiríkur á körfuboltamanninn fyrrverandi: Dennis Rodman. Klipparinn var ófeiminn og lét taka mynd af sér með stjörnunni sem er með eindæmum þekktur fyrir ólundargeð og furðuleg uppátæki. En sem körfuboltamaður hafði hann einn kost umfram aðra. Hann var öðrum fremri í því að taka fráköst, raunar sá besti í þeirri list körfuboltans. Eftir myndatökuna fannst Eiríki gráupplagt að nota tækifærið og kenna Rodman hvernig hann ætti að bera sig að til að ná fráköstum. Vesturbæingurinn sagði orðrétt við þetta tækifæri: "When you are in the box, its very important to use your feet to get position".

This page is powered by Blogger. Isn't yours?