<$BlogRSDURL$>

Wednesday, December 28, 2005

Orðrétt
Það er auðvitað hálfgerður höfuðverkur að ákveða laun þeirra sem kjaradómur tekur til. Einkum hefur þetta reynst snúið með alþingismenn, en væntanlega muna flestir eftir því að það þótti nú aldeilis óeðlilegt þegar Alþingi ákvað sjálft þingfararkaupið. Þá var nú mikið talað um að koma yrði á fót einhverjum aðila sem gæti tekið þetta hlutverk frá þingmönnum. Þegar sá aðili kveður svo upp úrskurð til hækkunar, þá vakna upp raddir um að það sé auðvitað miklu hreinlegra að þingmenn geri þetta sjálfir. Eitt atriði varðandi kjaradóm mætti hins vel endurskoða og er það að Hæstiréttur tilnefnir tvo menn í dóminn sem svo ákvarðar laun dómara. Þó auðvitað sé erfitt að finna skynsamlega leið í þessu, og erfitt að komast hjá því að einhverjir þeir sem undir dóminn eru settir hafi eitthvað með það að gera hverjir veljast í dóminn, þá er þessi tenging kannski í það mesta. Svipað mætti auðvitað segja um þá skipan að Alþingi velji í dóminn eins og einnig er nú.
-Vef-þjóðviljinn þann 27. desember 2005.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?