Friday, December 09, 2005
Ráð við öllu
Einar bróðir er einn af þeim sem hefur ráð við nánast öllu. Við vorum í fjölskylduboði í vikunni, kvöldið sem United drullaði í ræpuna á sér og datt úr úr Evrópukeppninni. Einari fannst ég full niðurdreginn út af einhverju boltasparki úti í heimi og sagði mér uppbyggilega dæmisögu: Þannig er mál með vexti að þroskaheftur drengur á áfangaheimilinu sem Einar vinnur á er mikill knattspyrnuáhugamaður. Hann er með treyjur United, Arsenal, Liverpool og Chelsea til taks. Hann fer svo í þann búning sem hentar hverju sinni, þegar mið er tekið af úrslitum dagsins. Hann er því ávallt í sigurliðinu og sleppur við þann sársauka sem fylgir slæmum úrslitum. Nokkuð til í þessu.
Passið ykkur á myrkrinu.
Einar bróðir er einn af þeim sem hefur ráð við nánast öllu. Við vorum í fjölskylduboði í vikunni, kvöldið sem United drullaði í ræpuna á sér og datt úr úr Evrópukeppninni. Einari fannst ég full niðurdreginn út af einhverju boltasparki úti í heimi og sagði mér uppbyggilega dæmisögu: Þannig er mál með vexti að þroskaheftur drengur á áfangaheimilinu sem Einar vinnur á er mikill knattspyrnuáhugamaður. Hann er með treyjur United, Arsenal, Liverpool og Chelsea til taks. Hann fer svo í þann búning sem hentar hverju sinni, þegar mið er tekið af úrslitum dagsins. Hann er því ávallt í sigurliðinu og sleppur við þann sársauka sem fylgir slæmum úrslitum. Nokkuð til í þessu.
Passið ykkur á myrkrinu.