<$BlogRSDURL$>

Thursday, December 29, 2005

Valdi Víðis hvað?
Ég heyrði í útvarpinu í dag að öldungarnir Kim Larsen og Olsen bræður hefðu orðið lang söluhæstir í jólatónaflóðinu í Danmörku þetta árið. Ætli skólastjórinn geðþekki, Valdimar Víðisson, væri költhetja ef hann byggi í Danmörku? Ætli Valdi væri álitsgjafi í tónlistarumfjöllun? Valdimar hefur lengi reynt að sannfæra ungdóminn á Íslandi um sjarma tónlistaröldunga. Einhvern veginn hefur boðskapur hans endað í Danmörku eftir að hafa skotist inn um annað eyra, samtímamanna og nemenda hans, og út um hitt. Hafa Danir greinilega tekið vel í áróður þess rauða og sannast hér hið fornkveðna að enginn er spámaður í eigin föðurlandi.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?