<$BlogRSDURL$>

Tuesday, January 17, 2006

Af Reyni Trausta
Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs heldur úti bloggsíðu á vefsvæði tímaritsins, sem virðist eiga að vera einhvers konar skúbbsíða. Það gæti orðið athyglisvert að fylgjast með þessu því Reynir er þekktur skúbbari og getur grafið upp ótrúlegustu hluti, eins og þegar fundargerð frá stjórnarfundi hjá Baugi féll í fangið á honum án þess að stjórnin gerði við það athugasemdir(af hverju ættu Sigga og Grétar svo sem að skipta sér af því). Annars skilst mér að Reynir sé að gera heimildarmynd um Sigga Pé. Þó Siggi sé með athyglisverðari mönnum þá hef ég nú mínar efasemdir um að Siggi sé mjög spenntur fyrir þessu. Þó veit ég ekkert um það. Ég veit hins vegar fyrir víst að hann var ekkert sérstaklega kátur þegar Reynir var með hann á DV forsíðunni á sínum tíma. En ef Reynir nær að koma kallinum í rétta gírinn í þessari mynd þá verður hún skemmtileg.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?