Thursday, January 19, 2006
Fjölmiðlar 2004
Síðuhaldari hefur loksins drifið í því undanfarið að lesa bókina Fjölmiðlar 2004 eftir Ólaf Teit Guðnason. Fyrir þá sem ekki vita þá er Ólafur Teitur blaðamaður á Viðskiptablaðinu og hefur einu sinni í viku skrifað pistla sem eiga að veita íslenskum fjölmiðlum aðhald. Í bókinni er sem sagt búið að safna saman öllum pistlum ársins 2004. Það er alger vakning að lesa þetta. Ótrúlegt hvað íslenskir fjölmiðlamenn gera mikið af því að villa um fyrir neytendum sínum. Hálfkveðnar vísur o.s.frv. Þegar maður les eða heyrir slíka frétt, þá gerir maður sér ekki grein fyrir því að hún sé röng því maður fær kannski ekki allar hliðar málsins. Og til þess að átta sig á því hve framsetningin er villandi þarf maður að rannska málið. Sem maður gerir ekki og því fínt að hafa einhvern á vaktinni eins og Ólaf Teit. Svo hafa fjölmiðlarnir vonandi aðhald hver af öðrum, maður sér til dæmis hvernig blöðin hnýta hvert í annað ef upp kemst um rangfærslur í fréttaflutningi. Ég ætla að taka ágætt dæmi úr bókinni: Jónas Kristjánsson fyrrverandi ritstjóri DV skrifaði harðorðann leiðara um dóm sem kona fékk fyrir búðarhnupl. Skrifaði hann um dóminn, sem var 6 mánaða fangelsi, sem einhvers konar árás á fátækt fólk því konan hefði einungis hnuplað nauðsynjum að litlu verðmæti. Fór þessi riddari sannleikans mikinn varðandi þetta meinta lögregluríki sem Ísland væri orðið. Eftir að hafa lesið leiðarann getur ekki annað hafa hvarlað að fólki en að dómskerfið sé bara í algeru skralli, að fátæklingur sitji inni í hálft ár fyrir það eitt að reyna að bjarga sér. Það sem riddara sannleikans láðist hins vegar að nefna, var að um var að ræða síbrotamann sem trekk í trekk hafði brotið skilorð. Fyrsti dómur hennar fyrri hnupl var auðvitað vægur, en dómarnir harðna eftir því sem brotunum fjölgar og skilorð eru rofin. Með því að taka það fram hefði broddurinn verið farinn úr þessum leiðara og því ágætt að það komi ekki fram.
Passið ykkur á myrkrinu.
Síðuhaldari hefur loksins drifið í því undanfarið að lesa bókina Fjölmiðlar 2004 eftir Ólaf Teit Guðnason. Fyrir þá sem ekki vita þá er Ólafur Teitur blaðamaður á Viðskiptablaðinu og hefur einu sinni í viku skrifað pistla sem eiga að veita íslenskum fjölmiðlum aðhald. Í bókinni er sem sagt búið að safna saman öllum pistlum ársins 2004. Það er alger vakning að lesa þetta. Ótrúlegt hvað íslenskir fjölmiðlamenn gera mikið af því að villa um fyrir neytendum sínum. Hálfkveðnar vísur o.s.frv. Þegar maður les eða heyrir slíka frétt, þá gerir maður sér ekki grein fyrir því að hún sé röng því maður fær kannski ekki allar hliðar málsins. Og til þess að átta sig á því hve framsetningin er villandi þarf maður að rannska málið. Sem maður gerir ekki og því fínt að hafa einhvern á vaktinni eins og Ólaf Teit. Svo hafa fjölmiðlarnir vonandi aðhald hver af öðrum, maður sér til dæmis hvernig blöðin hnýta hvert í annað ef upp kemst um rangfærslur í fréttaflutningi. Ég ætla að taka ágætt dæmi úr bókinni: Jónas Kristjánsson fyrrverandi ritstjóri DV skrifaði harðorðann leiðara um dóm sem kona fékk fyrir búðarhnupl. Skrifaði hann um dóminn, sem var 6 mánaða fangelsi, sem einhvers konar árás á fátækt fólk því konan hefði einungis hnuplað nauðsynjum að litlu verðmæti. Fór þessi riddari sannleikans mikinn varðandi þetta meinta lögregluríki sem Ísland væri orðið. Eftir að hafa lesið leiðarann getur ekki annað hafa hvarlað að fólki en að dómskerfið sé bara í algeru skralli, að fátæklingur sitji inni í hálft ár fyrir það eitt að reyna að bjarga sér. Það sem riddara sannleikans láðist hins vegar að nefna, var að um var að ræða síbrotamann sem trekk í trekk hafði brotið skilorð. Fyrsti dómur hennar fyrri hnupl var auðvitað vægur, en dómarnir harðna eftir því sem brotunum fjölgar og skilorð eru rofin. Með því að taka það fram hefði broddurinn verið farinn úr þessum leiðara og því ágætt að það komi ekki fram.
Passið ykkur á myrkrinu.