Friday, January 20, 2006
Ögmundur á fjölmiðlavaktinni
Hinn skemmtilegi þingmaður Ögmundur Jónasson er duglegur að uppfæra heimasíðu sína. Í vikunni vakti hann athygli lesenda sinna á mjög alvarlegu máli: Annar ritstjóri DV er hægrisinnaður! Um þetta skrifaði Ögmundur eins og hann hefði orðið vitni að glæp og væri að tilkynna lögreglunni það. Hann gagnrýndi ekki ákveðna þætti í skrifum ritstjórans heldur benti einfaldlega á að maðurinn væri hægri sinnaður. Sem á þá sennilega ekki við þegar menn starfa í fjölmiðlum að hans mati. Hann átti við Björgvin Guðmundsson sem sannarlega er fyrrverandi formaður Heimdallar. En það er óþarfi að rjúka upp til handa og fóta að þessu tilefni, ekki nema Ögmundur verði var við rangfærslur eða blekkingar í skrifum Björgvins. Ögmundur má vera minnugur þess að eitt sinn var einn helsti stjórnmálaskýrandi Stöðvar2, fyrrverandi formaður ungliðahreyfingar Alþýðubandalagsins, og þar af leiðandi fyrrverandi flokksbróðir Ömma. Það er Róbert Marshall sem síðar varð formaður blaðamannafélagsins og því ljóst að fjölmiðlamenn láta sér í léttu rúmi liggja þó fólk í þeirra röðum hafi gegnt trúnaðarstörfum fyrir stjórnmálaflokka. Enda þarf það ekki að vera einhver heimsendir. Varla var Ögmundur gersamlega skoðanalaus á meðan hann var fréttamaður á RÚV? Hann var ekki slæmur fréttamaður þó hann væri pólitískur.
Ögmundur og Einar Kristinn eru góðir vinir. Eins og stundum er á meðal vina þá eru þeir ósammála um allt og alla. Nema kannski að himininn sé blár, en þó er ekki víst að Ögmundur hafi sagt sitt síðasta í þeim efnum. Þeir félagar hafa nú verið að munnhöggvast sín á milli á heimasíðum sínum, en það er alltaf gaman að fylgjast með þeim rífast, enda hafa þeir áralanga reynslu af því.
Passið ykkur á myrkrinu.
Hinn skemmtilegi þingmaður Ögmundur Jónasson er duglegur að uppfæra heimasíðu sína. Í vikunni vakti hann athygli lesenda sinna á mjög alvarlegu máli: Annar ritstjóri DV er hægrisinnaður! Um þetta skrifaði Ögmundur eins og hann hefði orðið vitni að glæp og væri að tilkynna lögreglunni það. Hann gagnrýndi ekki ákveðna þætti í skrifum ritstjórans heldur benti einfaldlega á að maðurinn væri hægri sinnaður. Sem á þá sennilega ekki við þegar menn starfa í fjölmiðlum að hans mati. Hann átti við Björgvin Guðmundsson sem sannarlega er fyrrverandi formaður Heimdallar. En það er óþarfi að rjúka upp til handa og fóta að þessu tilefni, ekki nema Ögmundur verði var við rangfærslur eða blekkingar í skrifum Björgvins. Ögmundur má vera minnugur þess að eitt sinn var einn helsti stjórnmálaskýrandi Stöðvar2, fyrrverandi formaður ungliðahreyfingar Alþýðubandalagsins, og þar af leiðandi fyrrverandi flokksbróðir Ömma. Það er Róbert Marshall sem síðar varð formaður blaðamannafélagsins og því ljóst að fjölmiðlamenn láta sér í léttu rúmi liggja þó fólk í þeirra röðum hafi gegnt trúnaðarstörfum fyrir stjórnmálaflokka. Enda þarf það ekki að vera einhver heimsendir. Varla var Ögmundur gersamlega skoðanalaus á meðan hann var fréttamaður á RÚV? Hann var ekki slæmur fréttamaður þó hann væri pólitískur.
Ögmundur og Einar Kristinn eru góðir vinir. Eins og stundum er á meðal vina þá eru þeir ósammála um allt og alla. Nema kannski að himininn sé blár, en þó er ekki víst að Ögmundur hafi sagt sitt síðasta í þeim efnum. Þeir félagar hafa nú verið að munnhöggvast sín á milli á heimasíðum sínum, en það er alltaf gaman að fylgjast með þeim rífast, enda hafa þeir áralanga reynslu af því.
Passið ykkur á myrkrinu.