<$BlogRSDURL$>

Friday, January 27, 2006

Handkastið
Jamm handkastið byrjar með sigri á serbneskum skæruliðum. Nú er hætt við því að þjóðin fari á hliðina, sérstaklega ef Danirnir verða lagðir í kveld. Vörnin kom mér verulega á óvart í gær. Jákvætt að Viggó lét Vigni spila meira í vörninni en í æfingaleikjunum. Svo eigum við Grjótkastarann úr Breiðholtinu, Einar Hólmgeirs, alveg inni því hann var rólegur í gær. Ég er hræddur um að þessi radarvari, sem Árni Friðleifs og hinar mótorhjólalöggurnar eru búnar að koma fyrir á bak við mörkin, muni bræða úr sér þegar grjótkastarinn byrjar að bomba á markið. Leikurinn í kveld verður skemmtilegur, alltaf gaman að horfa á Joakim Boldsen, hann er snarruglaður. Annars er ég hræddur um að vinstri vængurinn, Bo Stellerberg og Lars Christiansen muni fara illa með okkur. Ég spái dönskum sigri, svona til að hafa vaðið fyrir neðan mig. Ef Ísland vinnur í kvöld þá finnst mér við hæfi að gamlar kempur úr BÍ og Herði verði heiðrarar á sólarkaffi Ísfirðingafélagsins á Breiðvangi í kveld. Verndari Bloggs fólksins: HáEmm, verður fulltrúi síðunnar á skemmtuninni.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?