<$BlogRSDURL$>

Thursday, January 05, 2006

Munnmælasögur#38
Ég heyrði fyndna sögu um daginn. Ég man ekki hvort ég las hana í einhverjum slúðurdálkinum eða hvort einhver sagði mér hana. Ég ætla engu að síður að birta hana, þó ég hafi enga sérstaka trú á því að sögupersónan sé svona orðheppinn:

"Hannes Smárason stjórnarformaður Flugleiða mun hafa verið að ferðast til London í einni af vélum félagsins. Ku hann hafa verið undir áhrifum áfengis og látið ófriðlega, allt að því dólgslega. Þegar fluffurnar höfðu sussað nokkrum sinnum á hann án árangurs þá fóru þær að tala hvassar til hans. Mun hann þá hafa látið þennan gullmola falla: Ég á þetta - ég má þetta!"

This page is powered by Blogger. Isn't yours?