<$BlogRSDURL$>

Friday, January 27, 2006

Munnmælasögur#40
Nú hafa Munnmælasögurnar náð þeim merkilega áfanga að vera orðnar 40 talsins. Í tilefni af þessum tímamótum mun aðstoðarskólastjóri í Kópavogi, sem ekki vill láta nafn síns getið, standa fyrir flugeldasýningu í Hamraborginni á miðnætti. En saga númer fjörtíu fjallar um Loga nokkurn Bergmann einn af mörgum félögum mínum úr Morgunblaðsboltanum. Gjörið svo vel:

"Logi Bergmann Eiðsson var sérfræðingur í því að hrekkja samstarfsmenn sína á RÚV og lagði í það mikla vinnu oft á tíðum. Eitt sinn þegar hann var vaktstjóri þá fékk hann að komast í textann sem fréttaþulur kvöldsins les af skjá fyrir framan sig. Elín Hirst var að lesa þetta kvöldið og Logi hagræddi aðeins endingunni sem yfirleitt er alltaf sú sama. Í lok fréttatímans segir Elín: Við verðum svo aftur hér á sama tíma annað kvöld, uhhhhhhhh veriði sæl. Þar sem Elín hikaði hafði Logi sem sagt tekið út kveðjuna veriði sæl og sett inní "og fokkiði ykkur svo" !!! Sem betur fer fyrir feril þeirra beggja beit Elín ekki á agnið enda buguð af reynslu."

This page is powered by Blogger. Isn't yours?