<$BlogRSDURL$>

Wednesday, January 04, 2006

Neytendasaga
Fór í hraðbanka hjá Kaupþingi eftir vinnu í gær. Afgreiðslan gekk eðlilega fyrir sig, en þó byrjaði peningahljóðið frekar seint. Ég tók kortið mitt en peningarnar skiluðu sér ekki, þrátt fyrir að allt hafi verið eðlilegt, eins og innistæða og leyninúmer. Ég hringdi í neyðarnúmer hjá þeim og var sagt að bíða í 5 mínútur. Ef hann myndi ekki æla þessu út úr sér þá yrði ég að fara í bankann á opnunartíma og fá féð. Meðan ég beið og horfði rannsakandi á hraðbankann, þá hvarlaði nú að mér að ég væri lentur í hrekk hjá Sveppa og krulli myndi mæta skellihlæjandi. Því var ekki að heilsa. Ég kíkti við hjá þeim í bankanum í dag og var tjáð að hraðbankinn væri tekinn í gegn tvisvar í viku. Næst yrði það á föstudaginn og þá yrði upphæðin lögð inn á kortið mitt aftur. Orðið "hraðbanki" er því eiginlega farið að taka á sig nýja mynd.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?