<$BlogRSDURL$>

Monday, January 02, 2006

Sveppasamloka?
Ég hef nú hinkrað með að tilkynna lesendum spennandi samruna í skemmtanalífinu en þar sem Auðunn Blöndal er búinn að gaspra þessu á Vísi þá er mér ekkert að vandbúnaði. Skjólstæðingur minn og mentor Gunnar Samloka Sigurðsson Group er genginn til liðs við Strákana á Stöð2. Hann ætti að birtast á skjánum fljótlega en búið er að skrifa undir leikmannasamning og hann hefur æfingar með þeim í næstu viku. Líklega eru Samlokan og Sveppi með þeim fyndnari sem ég hef kynnst og það ætti að verða forvitnilegt að sjá þá saman í spaugelsi. Það er ekki hægt að segja annað en að umboðsmaður ársins sé stoltur af skjólstæðingum sínum og sérstaklega verður janúar 2006 spennandi. Strákarnir og íslensku tónlistarverðlaunin. Nú er bara næsta skref að banka upp á hjá Einar Bárðar og bjóða honum að umboðsskrifstofur okkar renni saman í eina. 50/50 að sjálfsögðu.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?