<$BlogRSDURL$>

Friday, January 06, 2006

United tekur upp Evruna eftir helgi
Ef að einhver fylgist ennþá með enska boltanum þá má geta þess Patrice Evra er búinn að semja við United og fer í læknisskoðun á mánudaginn. United er auðvitað búið að drulla hressilega í ræpuna á sér og er þrettán stigum á eftir Chelsea. Það er 1/3 af þeim stigum sem þarf til þess að verða Íslandsmeistari í boltasparki, svona alla jafna. Gamli skarfurinn fær þó alla vega prik fyrir að reyna að stoppa upp í götin en hann er nú búinn að kaupa tvo varnarmenn í janúar. Þó er sperning hvort Vidic og Evra séu póstar í að breyta einhverju. Það kemur í ljós. En það hlýtur alla vega að vera fín tilbreyting fyrir stuðningsmenn Liverpool hvað stuðningsmenn United og Arsenal hafa lítinn áhuga á enska boltanum í vetur. Ég hef þó sagt að gengi United núna minni mann á þegar maður var að byrja að styðja félagið, þar sem FA Cup var jafnan eina vonin um titil.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?