Monday, February 13, 2006
Ein sveifla - einn bíll
Fór á golfsýninguna á Nordica í gær. Hitti marga sem ég þekki þar. Á sýningunni var hægt að reyna við holu í höggi í golfhermi og vinna sér inn bifreið. Það var maður við mann í klukkutíma að reyna við þetta en bíllinn fór ekki út. Það voru hins vegar veitt sárabótarverðlaun fyrir þann sem komst næstur því að aka heim á verðlaununum. Og viti menn - síðuhaldari var næstur holu; 149 cm hægra megin við holuna. Brautin var 165m löng og reif síðuhaldari upp 5 járnið til verksins. Í verðlaun var golfpoki, svokallaður burðarpoki frá Golfbúðinni Hafnarfirði. Það versta við þetta var að félagarnir, Röggi pensill, Jón frá Seljanesi og Orri frá Hjalli höfðu nýverið yfirgefið salinn þegar höggið reið af.
Passið ykkur á myrkrinu.
Fór á golfsýninguna á Nordica í gær. Hitti marga sem ég þekki þar. Á sýningunni var hægt að reyna við holu í höggi í golfhermi og vinna sér inn bifreið. Það var maður við mann í klukkutíma að reyna við þetta en bíllinn fór ekki út. Það voru hins vegar veitt sárabótarverðlaun fyrir þann sem komst næstur því að aka heim á verðlaununum. Og viti menn - síðuhaldari var næstur holu; 149 cm hægra megin við holuna. Brautin var 165m löng og reif síðuhaldari upp 5 járnið til verksins. Í verðlaun var golfpoki, svokallaður burðarpoki frá Golfbúðinni Hafnarfirði. Það versta við þetta var að félagarnir, Röggi pensill, Jón frá Seljanesi og Orri frá Hjalli höfðu nýverið yfirgefið salinn þegar höggið reið af.
Passið ykkur á myrkrinu.