Thursday, February 09, 2006
Er endalaus eftirspurn eftir Ellerti?
Ellert B. Schram er sérstakur fugl. Hann er einn af þeim sem vart virðist mega á sér bæra án þess að þá hópist að honum aðdáendur sem hvetji hann til þess að gefa kost á sér í hin og þessi embætti, helst sem flest auðvitað. Það er nánast alveg sama hvaða kosningar eru í deiglunni, ávallt dúkkar Ellert upp í fjölmiðlum með það á vörunum hversu margir hafi nú komið að máli við sig og beðið hann um að gefa kost á sér. Um þetta eru fjölmörg dæmi úr alþingis, sveitastjórna og forsetakosningum. Aldrei verð ég var við neinn annan en Ellert tala um hina miklu eftirspurn eftir sér, en það er kannski eftirtektarleysi hjá mér. Ég hef svo sem skrifað um þetta áður á þessu annars ágæta bloggi, en ástæðan fyrir því að ég tek þetta aftur upp núna er sú, að Ellert er enn við sama heygarðshornið*. (*sjá orðskýringar Magnúsar Pálma umboðsmanns Nasdaq). Ég get ekki betur séð en að nýjasta afrek Ellerts sé að senda frá sér fréttatilkynningu með ekki frétt! Þar kemur fram, sem hefur reyndar áður komið fram, að hann sé EKKI í framboði til áframhaldandi forsetasetu hjá ÍSÍ. En hann gleymir þó auðvitað ekki að taka fram að fjölmargir hafi vitanlega komið að máli við sig og grátbeðið sig um að halda áfram, íþróttalífi heimskringlunnar til heilla. Þó ekki væri nema bara til þess að draga aðeins úr því umboði sem eftirmaður hans mun fá til starfans. En fyrst ég er að tala um Ellert á annað borð, þá virðist það ekki eiga að fara á milli mála hvern Schram-ættin styður til forystu hjá Samfylkingunni í borginni. Ellert, Magnús Orri og Bryndís eru nefnilega öll með komment á síðu Dags Bergþórusonar Eggertssonar, þar sem þau heita honum stuðningi sínum. Ef einhverjir kannast ekki við Bryndísi Schram, þá hefur hún skipað 50% af dúettunum Þórður og Bryndís, og Jón Baldvin og Bryndís. Fyrir þá sem ekki muna, þá var Jón þessi formaður Alþýðuflokksins sáluga í áraraðir. En þau hjónin hafa auðvitað ekki verið til umfjöllunar í íslenskum fjölmiðlum núna í einhverja þrjá, fjóra daga.
Passið ykkur á myrkrinu.
Ellert B. Schram er sérstakur fugl. Hann er einn af þeim sem vart virðist mega á sér bæra án þess að þá hópist að honum aðdáendur sem hvetji hann til þess að gefa kost á sér í hin og þessi embætti, helst sem flest auðvitað. Það er nánast alveg sama hvaða kosningar eru í deiglunni, ávallt dúkkar Ellert upp í fjölmiðlum með það á vörunum hversu margir hafi nú komið að máli við sig og beðið hann um að gefa kost á sér. Um þetta eru fjölmörg dæmi úr alþingis, sveitastjórna og forsetakosningum. Aldrei verð ég var við neinn annan en Ellert tala um hina miklu eftirspurn eftir sér, en það er kannski eftirtektarleysi hjá mér. Ég hef svo sem skrifað um þetta áður á þessu annars ágæta bloggi, en ástæðan fyrir því að ég tek þetta aftur upp núna er sú, að Ellert er enn við sama heygarðshornið*. (*sjá orðskýringar Magnúsar Pálma umboðsmanns Nasdaq). Ég get ekki betur séð en að nýjasta afrek Ellerts sé að senda frá sér fréttatilkynningu með ekki frétt! Þar kemur fram, sem hefur reyndar áður komið fram, að hann sé EKKI í framboði til áframhaldandi forsetasetu hjá ÍSÍ. En hann gleymir þó auðvitað ekki að taka fram að fjölmargir hafi vitanlega komið að máli við sig og grátbeðið sig um að halda áfram, íþróttalífi heimskringlunnar til heilla. Þó ekki væri nema bara til þess að draga aðeins úr því umboði sem eftirmaður hans mun fá til starfans. En fyrst ég er að tala um Ellert á annað borð, þá virðist það ekki eiga að fara á milli mála hvern Schram-ættin styður til forystu hjá Samfylkingunni í borginni. Ellert, Magnús Orri og Bryndís eru nefnilega öll með komment á síðu Dags Bergþórusonar Eggertssonar, þar sem þau heita honum stuðningi sínum. Ef einhverjir kannast ekki við Bryndísi Schram, þá hefur hún skipað 50% af dúettunum Þórður og Bryndís, og Jón Baldvin og Bryndís. Fyrir þá sem ekki muna, þá var Jón þessi formaður Alþýðuflokksins sáluga í áraraðir. En þau hjónin hafa auðvitað ekki verið til umfjöllunar í íslenskum fjölmiðlum núna í einhverja þrjá, fjóra daga.
Passið ykkur á myrkrinu.