<$BlogRSDURL$>

Wednesday, February 01, 2006

Króatar í kvöld
Rosalegur leikur gegn Króötum í kvöld. Ólympíumeistarar þar á ferð. Ótrúlega gott lið. Það verður enginn miskunn hjá Magnúsi, þeir eiga eftir að lemja Óla í rifbeinin. Látið ekki koma ykkur á óvart þó þið heyrið nafnið Slatko Goluza í því samhengi. Hann er sérlega grófur. Ivano Balic er aðal töffarinn í boltanum í dag, vonandi verður hann illa fyrir kallaður. Hann er samt ekki eins góður og Isakovic og Vujovic voru. Íslendingarnir þurfa að vera tilbúnir í slagsmál, verði þeir það þá gætu Króatarnir orðið pirraðir og tapað einbeitingunni. Alex kjálkabrotinn og verður ekki meira með. Eins gott að búið var að hóa í Ásgeir Örn, nú mun hann koma að góðum notum. Hann gæti alveg komið sterkur inn, er óþreyttur, hefur hæfileikana, leikskilninginn og ágæta reynslu. Ef leikurinn gegn Króatíu tapast þá er vonandi nóg að vinna Norsarana. Það væri frekar klént að missa af undanúrslitum verandi með 7 stig eftir milliriðilinn.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?