<$BlogRSDURL$>

Thursday, February 02, 2006

Munnmælasögur#41
Saga númer 41 gerist á flugvellinum á Ísafirði fyrir einhverjum árum síðan en þar hefur margt gott fólk unnið í gegnum tíðina. Einn þeirra sem þar stendur vaktina er Finnbogi Sveinbjörns sem er gamall félagi Ásgeirs bróðurs. Kallaði ég Finnboga iðulega Bö þegar ég var púki en það er önnur saga og sérkennilegri. Eitt sinn þegar Finnbogi er um það bil að fara að kalla út í vél þá hringir síminn. Finnbogi svarar og á hinum enda línunnar er maður sem greinilega er staddur í bíl á ferð. Maðurinn segir æstur: "Stoppiði vélina." "Af hverju?",spyr Finnbogi. "Það er sprengja í vélinni, stoppiði vélina", segir maðurinn æstur. Eins og vanalega sýndi Finnbogi mikla stillingu enda þekkti hann rödd mannsins og svaraði af sinni alkunnu yfirvegun: "Belli minn, svona gerir maður ekki" !!! Belli var þá að missa af vélinni og vildi vinna smá tíma á meðan hann væri á leiðinni á völlinn.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?