<$BlogRSDURL$>

Friday, February 10, 2006

Munnmælasögur#42
Saga númer 42 er skemmtileg en Gunnar Hallsson varð vitni að þessari á Shell-skálanum fyrir mörgum árum, og Gummi sagði hana á þorrablótinu á laugardaginn. Maggi Sigurjóns múrari og Marínó voru eitt sinn staddir á Shell-skálanum þegar Siggi Sveina heitinn, Maggi Hans og Carlos koma labbandi eftir sandveginum. Marínó spyr: "Hvaða menn eru þetta sem koma þarna eftir sandveginum?" Maggi svarar með sínu nefi: "Sérðu það ekki? Þetta eru Losin þrjú!" "Losin þrjú! Hvað áttu við?" spyr Marínó forviða. Ekki stóð á svarinu hjá Magga: "Jú sjáðu til, Carlos, Maggi er með brjósklos og pabbi - hann er með hárlos!!!"

This page is powered by Blogger. Isn't yours?