Saturday, February 11, 2006
Orðrétt
"Stór dagur í persónulegri rótarbjórsögu minni í dag. Níu kílóa kassi barst frá USA með 24 mismunandi rótarbjórstegundum, þar af bara 2 sem ég hef þegar smakkað. Framundan er gríðarlegt smökkunar/átak, sem fer þannig fram að ég fæ ekki að drekka úr flösku fyrr en vigtin hefur þokast niður um ákveðið mikið. Þetta er vissulega furðulegt kerfi, svona álíka og ef alki myndi launa sér bindindi á vikufresti með því að detta íða, en hvað, þetta virkar alveg fyrir mig. Þó enginn hafi minnsta áhuga (það er mín reynsla að 9 af 10 finnst rótarbjór ógeðslegur - kvefmixtúra og tannkrem eru lýsingarorð sem oftast heyrast) þá er ég að hugsa um að stofna sérstaka gosdrykkjasíðu þar sem stjörnugjöfum mun rigna yfir bæði algenga og óalgenga drykki. Gosdrykkjasíða Dr. Gunna heitir hún."
-Dr.Gunni þann 2. febrúar 2006 á heimasíðu sinni.
"Stór dagur í persónulegri rótarbjórsögu minni í dag. Níu kílóa kassi barst frá USA með 24 mismunandi rótarbjórstegundum, þar af bara 2 sem ég hef þegar smakkað. Framundan er gríðarlegt smökkunar/átak, sem fer þannig fram að ég fæ ekki að drekka úr flösku fyrr en vigtin hefur þokast niður um ákveðið mikið. Þetta er vissulega furðulegt kerfi, svona álíka og ef alki myndi launa sér bindindi á vikufresti með því að detta íða, en hvað, þetta virkar alveg fyrir mig. Þó enginn hafi minnsta áhuga (það er mín reynsla að 9 af 10 finnst rótarbjór ógeðslegur - kvefmixtúra og tannkrem eru lýsingarorð sem oftast heyrast) þá er ég að hugsa um að stofna sérstaka gosdrykkjasíðu þar sem stjörnugjöfum mun rigna yfir bæði algenga og óalgenga drykki. Gosdrykkjasíða Dr. Gunna heitir hún."
-Dr.Gunni þann 2. febrúar 2006 á heimasíðu sinni.