<$BlogRSDURL$>

Wednesday, February 22, 2006

París#2
Hápunktur Parísarferðinnar var heimsókn í kirkjugarð einn í borginni. Þangað fór síðuhaldari til þess að votta Jim Morrisson virðingu sína eins og ferðamenn gera í stórum stíl. Einn hafði skilið eftir flösku af XO koníaki hjá honum og einhverjir höfðu skilið eftir sígarettur á leiðinu. Reyndar er leiði Jims það eina í garðinum sem er girt af, líklega vegna mikils ágangs. Þarna hefur hann hvílt síðan 71 ef ég man rétt en engu að síður var allt morandi í nýjum blómum við legsteininn. Sömu sögu er að segja af leiði Edith Piaf og Oscars Wilde sem síðuhaldari heimsótti einnig. Þessi garður er álíka stór og Bolungarvík og þar hvíla ósköpin öll af frægu fólki. Raunar er skilti þegar maður mætir á staðinn sem sýnir hvar um 100 þekktir einstaklingar hvíla. Eftir að ég hafði yfirgefið Jim sendi hann mér örstutt skilaboð en þá skall skyndilega á haglél í svona 5 mínútur. Fram að þessu hafði dagurinn verið bjartur og varð það einnig strax að élinni lokinni. Fékk mér eitt Viskíglas um kvöldið til heiðurs Jim á einhverjum brasilískum resturant sem John Malkovich frekventerar þegar hann er í borginni.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?