<$BlogRSDURL$>

Monday, February 06, 2006

Árás á NATO-ríki?
Vegna atburðanna í Sýrulandi þegar kveikt var í sendiráðum Dana og Norðmanna þá hef ég verið að velta dálitlu fyrir mér. Sendiráð eru svo gott sem heilög í alþjóðastjórnmálum, eru sér landamæri og allt það. Þegar kveikt er í sendiráði er þá ekki óhætt að túlka það sem árás á viðkomandi ríki? Nú eru bæði Danir og Norðmenn í NATO og samkvæmt stofnsáttmála NATO jafngildir árás á eitt ríki (svo ekki sé nú talað um tvö) árás á þau öll. Var hér um árás á NATO-ríki að ræða eða voru þarna á ferðinni svekktir stuðningsmenn íslenska handboltaliðsins?
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?