<$BlogRSDURL$>

Tuesday, February 21, 2006

Íþróttamaður ársins
Um daginn var tilkynnt að íþróttamenn þyrftu ekki lengur að stunda íþrótt sína frá Bolungarvík til þess að koma til greina sem íþróttamenn ársins í bænum. Er þetta vel til fundið að mínu mati. Svo framarlega sem þetta verði bundið við fólk sem býr annars staðar en kemur frá Bolungarvík. Ég geri nú ráð fyrir því að svo verði. Á handboltaárum mínum var ég eitt sinn tilnefndur sem íþróttamaður ársins á Ísafirði en ekki í Bolungarvík. Kannski fékk ég ekki tilnefningu í Víkinni vegna hinna eldri reglna en hugsanlega áttu Bolvíkingar fleiri framúrskarandi íþróttamenn en Ísfirðingar þetta árið. Í þessum vangaveltum er rétt að óska Gunnari Má frænda mínum til hamingju með kjörið.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?