<$BlogRSDURL$>

Tuesday, February 07, 2006

Vestfirðir í Perlunni
Vestfirðir eru á leiðinni í Perluna á ný, þ.e.a.s sýningin Perlan Vestfirðir verður í Perlunni í maí samkvæmt bb.is. Ég skellti mér á sýninguna þegar hún var haldin 2002 og var hrifinn af uppátækinu. Þá var gífurlega vel mætt og fékk sýningin heilmikla athygli. Slagorðið fyrir Bolungarvík og myndin sem því fylgdi stakk mig þó alltaf. Ég leyfi mér alveg að hafa skoðun á því eins og öðru. Myndin var drungaleg vetrarmynd af Óshlíðinni, þar sem Krossinn sést vel. Það má vera að eðlilegt geti talist að birta þarna raunsanna mynd, þ.e.a.s svona er vegurinn gjarnan út í Vík á veturna. En þegar slagorðinu: "Bolungarvík-endastöð sem kemur á óvart" er bætt við, þá kemur þetta út eins og búið sé að finna þriðja valkostinn við himnaríki og helvíti. Myndin og slagorðið hefðu hugsanlega getað gengið í sitt hvoru lagi, en saman fannst mér þetta bara ekki ganga. Ef ég man rétt urðu nú einhverjar umræður um þetta á sínum tíma og hafði fólk á þessu ýmsar skoðanir sem er ágætt.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?